Fjölskyldu-og menningarvika í Garði.

Þessa vikuna stendur yfir Fjölskyldu-og menningarvika hér í Garðinum.  Það var Ferða-, safna-og menningarnefnd Garðs sem undirbjó og skipulagði dagskrá vikunnar.  Á dagskrá eru viðburðir alla daga vikunnar og hefst hún í kvöld, mánudaginn 2. nóvember kl. 19:00 hjá Björgunarsveitinni Ægi.

Stofnanir sveitarfélagsins ásamt fleiri aðilum taka virkan þátt í dagskránni.  Frítt er í sund alla daga vikunnar og Byggðasafnið verður opið um næstu helgi.

Dagskrá Fjölskyldu-og menningarvikunnar er hér fyrir neðan og má sjá hana með því að smella á myndina.

Dagskrá Fjölskyldu-og menningarviku.
Dagskrá Fjölskyldu-og menningarviku.

Bæjarstjórinn hvetur Garðbúa og gesti til þess að fjölmenna á viðburði og njóta þess sem boðið er upp á.

Góða skemmtun !

 

 

 

 

Facebooktwittergoogle_plusmail