Vorboðinn á Garðsjónum.

Það hefur lengi verið svo að þegar smábátarnir byrja að róa síðla vetrar, þá sé það merki um að vorið sé að færast yfir.  Í blíðunni í dag, þriðjudag, má sjá fjölda smábáta á Garðsjónum úti fyrir ströndinni hér í Garði.  Þeir eru greinilega að fá’ann, því þeir hafa verið að skaka á þessu svæði í allan dag og voru reyndar nokkrir í gær.  Einhverjir þeirra eru eflaust við línuveiðar.   Í sjávarbyggðunum skapast alltaf ákveðin stemmning þegar smábátakallarnir byrja að róa á þessum tíma ársins, líf færist í samfélögin.  Við á bæjarskrifstofunni búum svo vel að hafa gott útsýni út yfir Garðsjóinn og hér er vel fylgst með skipaferðum úti fyrir ströndinni.  Ekki síst á það við núna þegar sést til vorboðanna á Garðsjónum.

Facebooktwittergoogle_plusmail