32. vika 2016.

Sumarverkefnum að ljúka.

Nú verða kaflaskil, verkefnum sumarstarfsfólksins lýkur í dag og skólarnir hefjast. Sumarstarfsfólkið hefur unnið vel í sumar, Garðurinn er snyrtilegur og vel við haldið. Við þökkum þeim fyrir þeirra framlag og vel unnin störf í sumar. Jafnframt er öllum óskað velfarnaðar og góðs gengis í skólanámi vetrarins. Hér að neðan eru nokkrar myndir sem Guðbrandur íþrótta-og æskulýðsfulltrúi tók af starfsfólki bæjarins við sín störf.

Í Bræðraborgargarði
Í Bræðraborgargarði
Blómarósir hlúa að blómabeði
Blómarósir hlúa að blómabeði
Verkfundur í Áhaldahúsi
Verkfundur í Áhaldahúsi
Vinnugleði
Vinnugleði
Margir fætur vinna létt verk
Margir fætur vinna létt verk
Viðhaldsvinna
Viðhaldsvinna
Árni í vélaviðgerðum.
Árni í vélaviðgerðum.
Götumálning
Götumálning

Framkvæmdir við vatnslagnir í Útgarð.

Vegna aukinna umsvifa í Útgarði, m.a. vegna tilkomu nýs hótels þar, hafa HS Veitur ráðist í að leggja nýjar lagnir fyrir heitt og kalt vatn meðfram Skagabraut, frá Sandgerðisvegi og að Norðurljósavegi. Af þessum sökum er nokkuð jarðrask á svæðinu og svo mun væntanlega verða áfram næstu vikur og mánuði. Verktaki er ÍAV og er vonast til að framkvæmdin valdi íbúum á svæðinu ekki óþægindum. Vegfarendur eru vinsamlega beðnir um að gæta varúðar við framkvæmdasvæðið.

Veituframkvæmd við Skagabraut.
Veituframkvæmd við Skagabraut.

Bæjarráð.

Í vikunni var fundur í bæjarráði. Þar bar helst til að fjallað var um fundargerðir og minnisblöð stýrihóps fulltrúa sveitarfélaganna Garðs, Sandgerðisbæjar og Reykjanesbæjar, sem vinnur að tillögum um skipulag, þróun og uppbyggingu á Miðnesheiði. Um er að ræða gríðarlega mikið hagsmunamál til framtíðar og mikilvægt að vel takist til með verkefnið. Góð samstaða er um verkefnið í sveitarfélögunum þremur og það gefur góð fyrirheit um framhaldið.

Veðrið – langþráð væta.

Í sumar hefur verðrið verið einstaklega gott, sannkölluð sumartíð meira og minna allan tímann. Svo var komið í upphafi vikunnar að grasflatir í Garðinum voru að gulna og gróður farinn að skrælna af langvarandi þurrki. Varla hægt að segja að komið hafi dropi úr lofti vikum saman. Á þriðjudagskvöldið breytti um og fór að rigna, með hlýjum sunnanáttum. Næstu daga er útlit fyrir að eitthvað rigni, en birti til með sólskini inn á milli. Eftir smá vætu í nótt, þá skín sólin inn um gluggann hjá bæjarstjóranum í Garði þegar þetta er ritað. Gróðurinn fagnar svona veðurtíð og hefur tekið vel við sér nú í lok vikunnar.

Góða helgi !

 

Facebooktwittergoogle_plusmail